Nú er uppi orðrómur um að hjónakornin Angelina Jolie og Brad Pitt muni ættleiða enn eitt barnið. Samkvæmt Ananova vefnum er ástæðan fyrir því að menn eru að velta þessu fyrir sér sú að Angelina og Brad hafa dvalið mikið í Tékklandi undanfarið, þar sem Angelina er við tökur á nýrri kvikmynd. The Sun greinir frá því að hún hafi vanið komur sínar til munaðarleysingjaheimilis þar í bæ, sé yfir sig hrifin af einu barninu og telji að það passi vel inn í fjölskyldu þeirra Brad.

