Enn ein ný hjá Farrell

Will Farrell virðist vera allt í öllu allsstaðar þessa dagana. Hann var að klára leik sinn í jólamyndinni Elf, er með Winter Passing, Bewitched og ónefnda Woody Allen mynd í burðarliðnum. Einhversstaðar á milli ætlar hann síðan að leika í ónefndri gamanmynd um föður einn sem tekur það að sér að þjálfa lið sonar síns í fótbolta. Hann kemst síðan að því að faðir hans er að þjálfa óvinaliðið sem talið er vera ósigrandi, og þá dregur til tíðinda. Myndinni verður leikstýrt af Marco Schnabel sem er að leikstýra sinni fyrstu mynd, en er skrifuð af sama fólkinu og stóð á bak við myndir eins og Space Jam og The Santa Clause.