Enn ein fjandans Bruckheimer myndin

Varla má sú mynd vera gerð í Hollywood án þess að Jerry Bruckheimer komi þar á einhvern hátt við sögu. Nú ætlar hann að framleiða myndina National Treasure, og mun Jon Turtletaub ( Instinct ) leikstýra. Fjallar myndin um það hvernig George Washington, Benjamin Franklin og Alexander Hamilton hafi falið í texta stjórnarskrárinnar bandarísku leiðbeiningar að því hvernig eigi að finna falinn fjársjóð. Ef þetta er ekki langsótt plott hef ég ekki hugmynd um hvað það er.