Enn hefur hlaupið á snærið hjá leikstjóranum Steven Soderbergh, því í leikhóp hans fyrir framhaldið af mynd hans, Sex, Lies, and Videotape, sem nefnist How To Survive A Hotel Room Fire, hefur nú bæst við ofur-leikkonan Julia Roberts. Hún lék einnig í mynd þeirri sem Soderbergh gerði á síðasta ári, Erin Brockovich. Eru þá leikarar myndarinnar orðnir eftirtaldir, Julia Roberts , Catherine Keener, David Hyde Pierce (best þekktur sem Niles Crane úr Frasier) og David Duchovny.

