Enginn Williams í Eldbikarnum?

Í nýlegri frétt breska tímaritsins The Sun var tekið fram að ákveða skyldi breyta örlítið til með næstu Harry Potter mynd, The Goblet of Fire. John Williams hefur hingað til séð um tónlistina í fyrstu þremur myndunum um töfradrenginn góðkunnuga og hefur í marga áratugi verið álitinn eitt helsta átrúnaðargoð tónlistamanna í þessum bransa. En aðstandendum Warner Bros. finnst tímabært að fá einhvern nýjan og þá helst af breskum uppruna.
Það kom nokkuð mörgum á óvart þegar Jarvis Cocker, söngvari Pulp, var valinn fyrir þetta kröfuharða verkefni.
Samkvæmt þessari frétt þá var hann fremstur í vali flestra, bæði af leikurunum (einna helst Daniel Radcliffe, sem er sagður vera mikill aðdáandi) ásamt leikstjóranum.
Jarvis er nú reyndar sagður leyna meira á sér en flestir þora halda fram, og í mjög mörgum tilfellum eru áhættur gott merki í kvikmyndagerð. Tala nú ekki um þegar rándýr Hollywood framleiðsla er á ferð.

The Goblet of Fire er í miðjum tökum núna en er áætluð að skila sér eftir tæplega ár.