Eftir að ofurhetjumyndin Avengers: Endgame var frumsýnd utan Bandaríkjanna á miðvikudaginn síðasta, þar á meðal hér á Íslandi, og náði þá til dæmis að slá metið yfir tekjuhæstu mynd á frumsýningardegi allra tíma í Kína, þá var myndin frumsýnd í Bandaríkjunum í gær, föstudag. Hún gerði sér lítið fyrir og sló þar einnig metið yfir mestu tekjur á frumsýningardegi allra tíma í einu landi.
Eftir að hafa náð að hala inn tekjum upp á 60 milljónir bandaríkjadala í forsýningum í Bandaríkjunum á fimmtudaginn, þá námu tekjur myndarinnar í gær 157 milljónum dala, sem er 37,9 milljónum dala meira en fyrra met, sem sett var af Star Wars: The Force Awakens, á frumsýningardegi þeirrar myndar í desember 2015.
Slær alþjóðlegt tekjumet
Spár gera nú ráð fyrir að tekjur Endgame yfir helgina alla muni nema 349 milljónum dala, sem er um 100 milljónum dala meiri tekjur en síðasta Avengers kvikmynd, Avengers: Infinity War, náði, en hún setti tekjumet yfir eina helgi á sínum tíma upp á 257 milljónir dala. Á alþjóðamarkaði þá hafði Endgame eftir fimmtudaginn þá þegar náð 305 milljónum dala í tekjur, þannig að myndi mun léttilega ná að slá tekjumet Infinity War utan Bandaríkjanna, sem er 640,5 milljónir dala.
Þá er útlit fyrir að myndin nái að fara yfir eins milljarðs dala markið á einungis fimm dögum, en það tók Infinity War 11 daga að ná þeim áfanga.
Hér fyrir neðan er gagnrýni frá Flickering Myth um myndina:
Með helstu hlutverk í Avengers: Endgame fara: Robert Downey Jr. (Iron Man), Chris Evans (Captain America), Mark Ruffalo (Hulk), Chris Hemsworth (Thor), Scarlett Johansson (Black Widow), Jeremy Renner (Hawkeye), Josh Brolin (Thanos), Brie Larson (Captain Marvel), Paul Rudd (Scott Lang), Don Cheadle (War Machine), Karen Gillan (Nebula), Chadwick Boseman (Black Panther), Tom Holland (Spider-Man), Sebastian Stan (Winter Soldier), Anthony Mackie (Falcon), Elizabeth Olsen (Scarlet Witch), Benedict Cumberbatch (Doctor Strange), Danai Gurira (Okoye), Benedict Wong (Wong), Chris Pratt (Star-Lord), Zoe Saldana (Gamora), Dave Bautista (Drax), Bradley Cooper (Rocket), Vin Diesel (Groot), Karen Gillan (Nebula), Pom Klementieff (Mantis), Tom Hiddleston (Loki), Gwyneth Paltrow (Pepper Potts), Evangeline Lilly (The Wasp), Letitia Wright (Shuri) og Tessa Thompson (Valkyrie).