Elton John sló í gegn í Óskarspartýi

Hinn síglaði hommi Elton John hélt eftirpartý eftir Óskarsverðlaunahátíðina sem var haldin síðastliðin sunnudag.

Þar sem Vanity Fair hélt ekki sitt partý þá ákvað Elton John að slá til og halda þessa veislu til styrktar alnæmissamtökunum sínum og er óhætt að segja að veislan hafi toppað allar aðrar sem voru haldnar sama kvöld. 750 manns mættu og að sjálfsögðu aðeins þeir allra frægustu og ríkustu, t.d. Harrison Ford, Calista Flockhart, Marion Cotillard, Faye Dunaway, Mary J. Blige, hljómsveitin The Scissor Sisters eins og þau leggja sig, Sharon Stone, Sean Penn, Ellen DeGeneres, Jon Stewart, Daniel Day-Lewis, Kate Beckinsale, Christian Slater, Diablo Cody…á ég að halda áfram ?

4 rétta máltíð var í boði og Elton John sló í gegn þar sem hann flutti 11 lög sín í fyrsta sinn í mörg ár.

Aðrar fréttir af óskarnum eru þær að hryllilega fáir horfðu á óskarinn í þetta sinn og urðu menn vestanhafs víst fyrir gríðarlega miklum vonbrigðum. Það er ljóst að þeir draga eitthvað uppúr pokahorninu til að rífa áhorfið upp næsta ár.

Einnig eru aðstandendur leikarans Brad Renfro ósáttir við gang mála á óskarnum í ár, en Renfro fékk ekki svona heiðurstilkynningu eins og Heath Ledger. Akademían hefur neitað að tjá sig um málið, en ljóst er að kringumstæður dauða hans Renfro hafi haft einhver áhrif á ákvörðun Akademíunnar.