Lionsgate hafa ákveðið að halda áfram með þróun þriðju Hostel myndarinnar án leikstjórnar Íslandsvinarins Eli Roth. Roth leikstýrði ansi blóðþyrstum myndum þegar hann gerði Hostel og Hostel: Part II, en engin ástæða hefur verið gefin fyrir uppsögninni. Roth hefur sagt á MySpace síðunni sinni að hann sé „kind of bled out at the moment“, hvað sem hann meinar með því, en ljóst er að Lionsgate og Roth hafa ekki skilið í góðu.
Mitt álit:
Roth gerði ansi skemmtilega hluti með fyrstu myndinni en sú seinni var hreint út sagt hræðileg. Lionsgate hafa líklega gefist upp á honum, en í raun og veru þá held ég að við séum að horfa á mynd sem fari beint á DVD fyrst að Roth situr ekki í leikstjórastólnum.

