Ekki hafa áhyggjur

kristen-wiigÞegar maður er að skapa eitthvað þá
má maður aldrei hafa áhyggjur af því
hvernig fólki á eftir að finnast það sem
maður er að gera því slíkar áhyggjur
stöðva sköpunina eða breyta henni í
eitthvað sem er ekki lengur þitt.

– Kristen Wiig, um sköpun og gagnrýni.

Við eigum 30% erfðarefna sameiginleg
með banönum, 60% með ormum og
98% með simpönsum þannig að það
er kannski ekkert skrítið að við séum
ekki öll alveg eins.

– Russell Brand, um ólíkt fólk.

Ég nota tölvupóst og textaskilaboð
eins lítið og ég get. Ég vil frekar setjast
niður með fólki og tala við það augliti
til auglitis. Ég er þetta gamaldags.

– Mark Wahlberg, um samskipti.

Maður er kominn á þann stað í lífinu að
allt hrós sem maður fær er miðað við
aldur. Einu sinni leit ég vel út. Nú lít ég
vel út miðað við aldur.

– Michelle Pfeiffer, sem verður 56 ára
þann 29. apríl næstkomandi.

Það er yfirmáta heimskulegt að horfa
til baka og sjá eftir því að hafa leikið
eitthvert hlutverk jafnvel þótt myndin
hafi mislukkast. Ég hef aldrei tekið að
mér verkefni án þess að hafa haft góða
ástæðu og löngun til þess á þeim tíma.
Ég sé ekki eftir neinu.

– Robert De Niro, um fortíðina.

Ég finn ekki fyrir neinni þörf til að leiðrétta
einhverjar getgátur ókunnugs
fólks um mig. Ég skil ekki fólk sem
tekur slúðri sem sannleika og get því
miður ekkert gert til að hjálpa því.

– Lily Collins, um slúðrið.

Ég mun að minnsta kosti aldrei kvænast
leikkonu. Það er bara pláss fyrir einn
leikara í mínu lífi og það er ég.

– Jonathan Rhys Meyers, um hugsanlegt
hjónaband.

Ef galdurinn er ekki í handritinu þá
verður hann ekki í myndinni.

– Denzel Washington, um hvernig
hann velur úr hlutverkum.

Hugtakið „örlög“ er bara fínt orð yfir
safn af ákvörðunum.

– Jodie Foster, um örlög og ákvarðanir.

Ég er búinn að semja við ljósmyndarana.
Ég mun ekki gera neitt áhugavert
opinberlega og þeir munu ekki
elta mig.

– Matt Damon, um ljósmyndarana.

Ég var ekki nógu góð í fótbolta til að
vera valin í skólaliðið þannig að ég sótti
um hlutverk í skólaleikritinu og fékk
það. Þá kviknaði áhuginn.

– Vera Farmiga, um upphafið að
leikferlinum.

Mér finnst skemmtilegast að leika
persónur sem ég myndi í raunveruleikanum
aldrei hafa neitt saman við
að sælda.

– Jason Sudeikis, um uppáhaldshlutverkin.

Það er alveg vonlaust að ætla sér að
gera alla ánægða þannig að ég legg til
að við hættum að reyna það.

– Jennifer Aniston, um væntingarnar.

Þeir sögðu mér í skólanum að leikari
yrði alltaf að vera með plan B. En ég hef
aldrei verið með plan B. Mig langaði
bara til að leika og get ekki hugsað mér
að gera neitt annað.

– Aaron Taylor-Johnson, um planið.

Ég vaki oft um nætur vegna þess að
það er oft eini tími sólarhringsins sem
ég get verið einn og ekki að leika.

– Jim Carrey, um næturbröltið.

Hver ég myndi vilja vera ef ég væri
ekki ég sjálf? Forseti Bandaríkjanna. Ég
myndi þiggja nokkra daga til að taka til
hendinni í heimsmálunum.

– Scarlett Johansson, um hver hún myndi 
vilja vera ef hún væri ekki hún sjálf.

Þessi gullkorn birtust fyrst í desemberhefti Mynda mánaðarins.