Eins erfitt og það er að ímynda sér Óskarsverðlaunin án eftirpartýsins sem hefur verið alger skyldumæting á fyrir helstu stjörnur Hollywood þá þurfum við ekki að ímynda okkur það lengur. Það hefur verið hætt við partýið.
Vanity Fair hætti við partýið til að lýsa yfir stuðningi sínum við handritshöfundana sem eru nú í verkfalli. Að sjálfsögðu eru önnur partý í boði, en þetta hefur verið það langstærsta og langþekktasta síðustu ár. EKki skemmir fyrir að kostnaðurinn við það að halda þetta partý keyrir á nokkrum milljónum dollara.
„Tímarit eins og Vanity Fair er samansett af listamönnum og höfundum, við viljum lýsa stuðning við þessa hópa. Jafnvel þó svo að verkfallinu sé eða verði lokið eður ei, þá er mikið af ósáttu fólki þarna úti. Ég held það sé ekki viðeigandi fyrir svona stórt tímarit að halda partýið eins og ekkert hafi gerst.“ sagði Graydon Carter ritstjóri Vanity Fair
Óskarsverðlaunahátíðarnefndin hefur sagt að verðlaunahátíðin verði mjög líklegast haldin og hefur beðið stjörnurnar um að mæta, en ekki er víst að þær hlýði.

