Ekkert grín að vera trúður

Árið 2012 bárust fréttir af því að leikstjórinn Eli Roth myndi framleiða hrollvekjuna Clown, eða Trúðu. Nú, tveimur árum seinna er myndin fullgerð og fyrir skemmstu var sýnd ný stikla úr myndinni.

Hugmyndin að Clown byrjaði einmitt með stiklu sem var leikstýrð af Jon Watts sem hugmynd að kvikmynd. Roth sá stikluna og honum líkaði svo vel við hana að hann ákvað að framleiða kvikmynd í fullri lengd, sem Watts myndi leikstýra.

clown

Clown fjallar um mann sem þarf að finna trúðabúning fyrir barnaafmæli sonar síns. Á endanum finnur maðurinn trúðabúning og klæðir sig í hann. Þegar afmælið endar þá ætlar maðurinn að fara úr búningnum, en honum til mikillar skelfingu er búningurinn orðinn hluti af honum.

Söguþráðurinn hljómar eins og gamanmynd í fyrstu en samkvæmt stiklunni er ekkert grín að vera trúður.

Hér að neðan má sjá stikluna úr myndinni.