Lee Unkrich, leikstjóri Toy Story 3, tilkynnti í gær að vinnsla væri hafin á næsta verkefni sínu. Við vitum ekkert um það verkefni og þá meina ég ekkert. En við gerum ráð fyrir að það sé bíómynd. Sennilega bíómynd frá Pixar, sem kemur út í fyrsta lagi 2015. Af hverju erum við þá að skrifa þessa frétt? Því Unkrich ætlar að bjóða aðdáendum sínum upp á einstakt tækifæri, að fylgjast með verkefninu alveg frá degi eitt. Hann sagðist á tumblr síðu sinni ætla að birta eina mynd á dag frá verkefninu, og birti í gær fyrstu myndina; þessa:
Þannig að við gerum ráð fyrir að myndin sé á handritsstiginu… Munið þið nenna að tékka á síðunni hans einu sinni á dag?