Fyrsta stiklan úr Stephen King tryllinum The Dark Tower er komin út, og er full af ráðgátum og spennu. Miðað við það sem sýnt er í stiklunni þá eru til tveir heimar og ungur drengur fer yfir í hliðarheim og hittir þar byssumanninn dularfulla Roland Deschain sem Idris Elba leikur. Byssumaðurinn segir í stiklunni að hann skjóti ekki með höndunum, hann skjóti með huganum. Og litlu síðar segir hann: Ég drep ekki með byssunni minni. Ég drep með hjartana.
Hann segir drengnum einnig frá svartklædda manninum, sem Matthew McConaughey leikur, sem er verri en djöfullinn sjálfur.
Svarti turninn sem myndin dregur nafn sitt af, skiptir miklu máli, því ef hann hrynur, þá hrynja heimarnir sömuleiðis.
Myndin er gerð eftir sögu Stephen King.
.@idriselba You want the Tower?
— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 2, 2017
Leikstjóri er Nikolaj Arcel (A Royal Affair).
Myndin er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi 28. júlí nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: