Ef Wes Anderson væri klámmyndaleikstjóri

Kvikmyndaleikstjórinn góðkunni, Wes Anderson, er einn af þeim sem hefur einstakan stíl sem einkennir verk hans og er hann með nokkur sterk höfundareinkenni. Föt og hárgreiðslur eru áberandi, áhersla er lögð á leikmuni og atriðin eru stílfærð á mjög smekklegan hátt, líkt og um fullkomnarsinna sé að ræða.

Screen Shot 2014-05-04 at 7.55.05 PM

En hvað ef Anderson væri klámmyndaleikstjóri? Í nýju myndskeiði er sýnt einmitt frá því hvernig klámmynd í leikstjórn Anderson myndi líta út. Myndin ber heitið The Grand Sausage Pizza og er skopstæling á verkum Anderson. Söguþráðurinn er ekki nýr af nálinni, en myndin fjallar um pizzasendil sem dettur í lukkupottinn.