Stórleikarinn Edward Norton og hinn mistæki leikstjóri Spike Lee munu gera saman kvikmyndina The 25th Hour, sem fjallar um eiturlyfjasala á leiðinni í steininn. Hann eyðir síðustu nótt sinni fyrir sakfellingu í að velta fyrir sér þeim atburðum sem leiddu hann á þá braut sem hann er kominn á, og kemst að óvæntri niðurstöðu. Myndin er byggð á bók eftir David Benioff, og skrifar hann sjálfur handritið að myndinni. Disney framleiðir myndina sem verður gerð fyrir afar lítið fé og verður tekin á stafrænar kvikmyndavélar (eins og önnur mynd eftir Lee, Bamboozled ). Tökur hefjast í maí.

