Dreamworks endurgerir Forbidden Planet

Dreamworks kvikmyndaverið, er í þann mund að leggja út í að endurgera hina klassísku vísindaskáldsögu, The Forbidden Planet frá árinu 1956. Myndin, sem er löngu orðin sígild, er lauslega byggð á The Tempest eftir William Shakespeare, og fjallar um geimfara sem verða strandaglópar á plánetu sem hefur aðeins tvo íbúa, mann og dóttur hans. Þau eru eina eftirlifandi fólkið eftir tilraun til þess að gera plánetuna að nýlendu, og brátt komast geimfararnir af því af hverju það er. Dreamworks er nú að reyna að fá handritshöfund og leikstjóra að verkinu.