Hin litríka og skemmtilega teiknimynd Töfralandið Oz: Dórótea snýr aftur, verður frumsýnd með íslensku tali, miðvikudaginn 28. maí. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Myndin er eftir þá Will Finn og Dan St. Pierre sem eiga að baki margar þekktar myndir eins og The Road to Eldorado, Aladdin, Beauty and the Beast, The Lion King og margar fleiri.
Það kannast sjálfsagt allir við söguna af henni Dorothy sem fauk frá Kansas forðum ásamt hundinum Toto hátt upp í skýin og endaði í ævintýralandinu Oz þar sem hún kynntist mörgum skrítnum persónum. Þessi mynd er nokkurs konar viðbót við þá sögu og segir frá því þegar Dorothy ákveður að fara til Oz á ný til að hitta vini sína. En Oz hefur breyst alveg ótrúlega mikið frá því hún var þar síðast og til viðbótar við alla sem hún þekkir hafa margar persónur bæst við sem eiga hver og ein við hin margvíslegustu vandamál að stríða, stór sem smá.
Töfralandið Oz: Dórothea snýr aftur er að sjálfsögðu talsett á íslensku en með aðalhlutverkin í ensku útgáfunni fer stór hópur þekktra leikara og má þar nefna þau Kelsey Grammer, Hugh Dancy, Martin Short, James Belushi, Bernadettu Peters, Dan Aykroyd og Patrick Stewart, auk Leu Michele (úr Glee-þáttunum) sem talar fyrir Dorothy.
Íslenska talsetningu sjá þau um þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Maríus Sverrisson,
Sigurður Þór Óskarsson, Selma Björnsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Hallveig Rúnarsdóttir. Leikstjóri er Selma Björnsdóttir.