Leikstjórinn Richard Donner og Mel Gibson hafa unnið saman að fjölmörgum verkefnum, þar á meðal öllum Lethal Weapon myndunum , Conspiracy Theory og Maverick og enn sér ekki fyrir endann því þeir eru nú að öllum líkindum að fara að gera saman myndina Sam And George. Henni er lýst þannig að hún sé sálfræðilegt drama í átt við The Fischer King þó ekki liggi söguþráður myndarinnar ljós fyrir. Gibson, Donner og kona hans Laura Schuler-Donner munu öll framleiða myndina.

