Django Unchained, nýjasta mynd leikstjórans Quentin Tarantino, var vinsælasta myndin á Íslandi yfir helgina, en myndin fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans sína fyrstu viku á lista.
Myndin ryður þar með The Hobbit: An Unexpected Journey af toppnum, en Hobbitinn hafði setið þar undanfarnar fjórar vikur, eða frá því hún var frumsýnd um síðustu jól.
Í þriðja sæti á listanum er hamfaramyndin áhrifamikla The Impossible, en hún stendur í stað á milli vikna. Life of Pi stendur einnig í stað í fjórða sætinu en Tom Cruise og mynd hans Jack Reacher, fellur niður í fimmta sætið úr öðru sæti.
Nýjasta mynd leikstjórans Marteins Þórssonar og leikarans Ólafs Darra Ólafssonar, XL fer beint í sjötta sætið, ný á lista, en myndin var frumsýnd sl. föstudag, eins og Django Unchained.
Ein önnur ný mynd er á listanum, brimbrettamyndin Chasing Mavericks, með Gerard Butler í aðalhlutverkinu, og fer hún beint í 12. sætið.
Sjáðu lista 18. efstu mynda á Íslandi hér að neðan: