Devine í Feðraorlof

Pitch Perfect, Mike and Dave Need Wedding Dates og Modern Family leikarinn Adam Devine hefur verið ráðinn til að leika í gamanmyndini Paternity Leave, eða Feðraorlof í lauslegri snörun, en myndin fjallar um hóp óþroskaðra gaura sem sér fyrir sér að komast í gott frí, með hjálp ófrískrar vinkonu.

adam

Todd Strauss-Schulson, sem nýlega leikstýrði Devine í The Final Girls, mun leikstýra myndinni eftir handriti Adam Cole-Kelly og Sam Pitman.

Devine sló í gegn upphaflega sem meðhöfundur og aðalleikari gamanþáttanna Workaholics á Comedy Central sjónvarpsstöðinni, sem og sem meðleikari í hinum vinsælu Pitch Perfect myndum, sem kærasti persónu Rebel Wilson, Bumper.

Stærsta hlutverk hans í kvikmynd til þessa er í fyrrnefndri Mike and Dave, sem kemur í bíó í sumar, en þar leikur hann á móti Zac Efron.