De Niro með nýja mynd

Robert De Niro og framleiðslufyrirtækið hans Tribeca Productions, munu standa fyrir myndinni Final Confession. De Niro mun að öllum líkindum sjálfur leika aðalhlutverkið í myndinni, sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Fjallar hún um glæpóninn Phil Cresta, en glæpir hans ollu lögreglunni miklum höfðuverkjum árum saman. Myndin einblínir á hinn ólíklega vinskap sem myndaðist á milli Cresta og lögreglumannsins sem ætlað var að ná honum. Scott Marshall Smith skrifar handritið að myndinni, og George Tillman Jr. leikstýrir. Þeir hafa báðir unnið áður með De Niro, en það var við gerð myndarinnar Men of Honor.