Stórleikarinn aldni Robert De Niro er nú að íhuga að taka að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar Hide & Seek. Henni yrði leikstýrt af Allan Hughes (annar Hughes bræðranna sem gerðu m.a. From Hell ) fyrir Fox kvikmyndaverið. Myndin sjálf fjallar um mann sem lendir í því að þurfa að ala upp dóttur sína einn eftir andlát konu sinnar. Hann kemst síðan að því seint um síðir að dóttir hans er að taka dauða móður sinnar á bæði dularfullan og skelfilegan hátt.

