David S. Goyer ýtt til hliðar

supermanFramleiðslufyrirtækið Warner Bros virðist ekki vera fullkomnlega sátt með handritið að framhaldsmynd Man of Steel og hefur því handritshöfundinum David S. Goyer verið ýtt til hliðar.

Framleiðslufyrirtækið gaf út yfirlýsingu fyrir stuttu þar sem sagt var að handritshöfundur kvikmyndarinnar Argo, Chris Terrio, sé að endurskrifa handritið að myndinni sem var upprunalega skrifað af David S. Goyer.

Í yfirlýsingunni sést heldur hvergi nafn Christopher Nolan sem framleiðanda myndarinnar og sýnist á öllu að Warner Bros sé að ýta myndinni í aðra átt en byrjað var með.

Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur Terrio og hvaða persónur haldast inni og hverjar detta út. Ekki er vitað á þessari stundu hvort Goyer komi meira að handritsvinnu myndarinnar og hvort hann sé ósáttur við aðferðir Warner Bros.