Hinn frábæri leikstjóri David Lynch ( Lost Highway ) er að fara að framleiða myndina Cabin Fever en henni verður leikstjórafrumraun manns að nafni Eli Roth. Er hann nýr í bransanum, en lokamynd hans úr kvikmyndaskóla NYU vakti mikla athygli og fékk stúdentaverðlaunin það árið. Cabin Fever fjallar um fimm vini sem fastir eru saman í klefa og sýkjast þeir af hræðilegum vírus sem étur holdið af beinunum. Veldur þetta skiljanlega mikilli úlfúð, spennu og drama meðal þeirra. Í aðalhlutverki verður lítt þekktur leikari, Michael Rosenbaum að nafni.

