Glee stjarnan Cory Monteith, sem lést um síðustu helgi, dó af völdum „blandaðrar eitrunar af völdum eiturlyfja, þar á meðal vegna neyslu heróíns og áfengis,“ samkvæmt krufningarskýrslu sem dánardómstjóri í Bresku Kólombíu hefur birt.
„Engin gögn benda til þess að dauði Monteith hafi verið neitt annað en mjög sorglegt slys,“ segir í tilkynningunni.
Monteith lést í Vancouver í Kanada á laugardaginn síðasta, 31 árs að aldri. Monteith skráði sig í meðferð í apríl vegna eiturlyfjaneyslu. Eftir 30 daga veru á meðferðarstofnuninni, þá kom hann fyrst fram opinberlega eftir það á Chrysalis Butterfly góðgerðardansleiknum ásamt unnustu sinni og meðleikkonu úr Glee, Lea Michele, í síðasta mánuði.