Staðfest hefur verið að Matt Damon verði víðsfjarri í næstu mynd um njósnarann grjótharða Jason Bourne, Bourne Legacy, en Damon hefur leikið Bourne í þremur myndum.
Þetta þýðir þó ekki að hætta eigi við myndina því að í staðinn fyrir að finna annan leikara fyrir Damon, er hugmyndin að skipta um aðalpersónu í myndinni, en það yrði þá persóna sem einnig hefði farið í gegnum sama leyniþjónustuprógramm og heilaþvott og Bourne.
Vefritið Ramascreen hefur eftir Tony Gilroy leikstjóra og handritshöfundi:
„Gilray hefur ákveðið að færa fókusinn af Jason Bourne, útvíkka konseptið. Hann er að búa til nýjar persónur og mun segja aðra sögu um móðurfyrirtækið á bakvið skuggaáætlunina Tredstone, sem heilaþvoði njósnara eins og Bourne og breytti þeim í miskunnarlausa morðingja….nýja aðahetjan verður annar njósnari og líkega morðingi sem fór í gegnum svipaðar tilraunir og Bourne, eða persónan sem er leikinn af Clive Owen í upprunalgu Bourne myndinni. Í söguþræðinum verður öllu haldið til haga sem gerst hefur í fyrri myndum. Vegna þess að Gilroy er ekki að skipta um leikara í hlutverki Bourne, þá er mögulegt fyrir Damon að snúa aftur síðar.“
Myndin verður frumsýnd í ágúst 2012.
Eins og aðdáendur Bourne vita þá er til bók með þessu nafni, Bourne Legacy, en hún er skrifuð af Eric Lustbader og innblásin af persónum og sögum Roberts Ludlum, sem nú er látinn. Myndin verður hinsvegar ekki byggð á bókinni, heldur sérstakt verk.
Hvernig hljómar þetta. Er eitthvað vit í þessu, eða er þetta snilld? Einskonar spinoff af Bourne myndunum.