John Cusack og stórleikarinn Ice Cube munu fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar Willie. Er hún byggð á sannri sögu og fjallar um það hvernig Willie Davis, umsjónarmanni í skóla einum, er falið að þjálfa körfuboltalið skólans og breytist þá líf hans til muna. Handrit myndarinnar er skrifað af Larry Konner og Mark Rosenthal ( Planet of the Apes ) og verður leikstýrt af Joe Roth. Stefnt er að því að tökur á myndinni hefjist í apríl.

