Tom Cruise sagðist á frumsýningu Oblivion í London hafa áhuga á því að ferðast út í geiminn.
Farþegaflug út í geiminn eru að verða að veruleika. Í viðtali við Sky News sagðist Cruise vel geta hugsað sér að prófa slíkt.
„Ég bjóst alltaf við því að við myndum öll hafa áhuga á þessu á þessum tímapunkti,“ sagði hann. „Við réttu kringumstæðurnar væri það eitthvað sem ég hefði áhuga á að prófa.“
Hann bætti við um Oblivion, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi: „Ég elska vísindaskáldskap. Svona myndir eru frábærar. Maður getur búið algjörlega til nýja veröld.“
Hinn fimmtugi Cruise var einnig spurður að því hvort honum hefði fundist erfitt að vera ber að ofan í myndinni. „Ég fer ekki hjá mér við slíkt. Ég bara dembi mér í það.“
Hann hefur ekki í hyggju að hætta að leika á næstunni. „Mér hefur oft verið boðið að leikstýra en ég elska að leika og hef mikla ánægju af því að starfa með leikstjóra.“