Tom Cruise hefur ljóstrað upp nafni nýju Top Gun myndarinnar, en það gerði hann í viðtali við Access Hollywood. Nafn myndarinnar verður Top Gun: Maverick, að sögn Cruise, í höfuðið á persónu Cruise í upprunalegu myndinni.
Í viðtalinu sagði Cruise að stíll nýju myndarinnar yrði svipaður þeirrar fyrri, og sama tónlistin yrði notuð, sem Harold Faltermeyer samdi.
„Það verða flugmenn, og hraði. Við verðum með stórar, hraðskreiðar vélar. Þetta verður keppnismynd, eins og fyrsta myndin .. en framþróun fyrir Maverick,“ sagði Cruise.
Þegar Cruise sagði nafn myndarinnar, sagði hann einnig: „þú þarft ekki númer.“ Maverick var viðurnefni persónu Cruise í fyrri myndinni, en hann hét fullu nafni Pete Mitchell.
Cruise vildi ekki nefna neina meðleikara sína, né heldur hvort að drónar kæmu við sögu.
Kíktu á viðtalið við Cruise hér fyrir neðan: