Hér fyrir neðan eru tvær myndir af Tom Cruise eins og hann mun birtast okkur í myndinni Valkyrie. Fyrri myndin er samanburður á Tom við Stauffenberg, manninn sem hann leikur. Á seinni myndinni sést Tom í fullum herklæðum.
Það var ekki seinna vænna að leikstjórinn Bryan Singer færi að senda frá sér einhverjar ljósmyndir því myndin á að koma út í ágúst næstkomandi. Tom er þó ekki eina stjarnan í myndinni því það er hver stórleikarinn á fætur öðrum með hlutverk í henni: Kenneth Branagh, Bill Nighy, Tom Wilkinson, Eddie Izzard, Christian Berkel, Thomas Kretschman, Carice van Houten og jafnvel öðlingurinn Stephen Fry. Það ætti þess vegna að vera nóg í boði fyrir forvitna kvikmyndaáhugamenn þegar myndin skellur í kvikmyndahúsin.

