Cruise í Collateral

Í burðarliðnum hjá hinum smávaxna Tom Cruise er kvikmyndin Collateral. Í myndinni leikur Cruise leigumorðingja einn sem hálfpartinn rænir leigubílstjóra í Los Angeles og neyðir hann til þess að keyra sig á milli staða meðan hann myrðir fólk út og suður. Handrit myndarinnar er skrifað af Stuart Dattie, og endurskrifað af Frank Darabont. Myndinni verður leikstýrt af Michael Mann ( The Insider ) og tökur hefjast í október.