Stórstirnið smávaxna Tom Cruise mun framleiða kvikmyndina The War Magician, sem leikstýrt verður af Peter Weir. Cruise keypti kvikmyndaréttinn fyrir nokkru síðan, og ætlaði sjálfum sér aðalhlutverkið. Hann hefur nú hætt við það, og lætur sér nægja að framleiða myndina í gegnum Cruise/Wagner framleiðslufyrirtæki sitt. Myndin, sem byggð er á samnefndri bók eftir David Fischer, og fjallar um Jasper Maskalyne, töframann einn sem hjálpaði bandamönnum að sigra nasista í mikilvægri orrustu í síðari heimsstyrjöldinni með einföldu bragði. Í stað þess að ráðast á höfnina sem verið var að verja, réðust nasistarnir þess í stað á tilbúna höfn sem hann hafði skapað. Þjóðverjarnir eyddu dýrmætum mannafla í þessa árás, og náðu Bandamenn að nýta sér það og halda hinni raunverulegu höfn svo til óskemmdri.

