Crouching Tiger 2 fer í gang í sumar

Framleiðsla á framhaldi myndarinnar Crouching Tiger, Hidden Dragon hefst í sumar, en titillinn er Crouching Tiger, Hidden Dragon II: The Green Destiny. Áætlað er að tökur hefjist í mars á næsta ári, samkvæmt Empire kvikmyndaritinu.

Upphaflega myndin, sem var leikstýrt af Ang Lee, sló í gegn um allan heim, og verður framhaldið byggt á fimmtu bók Wang Du Lu úr Iron seríu hans, Silver Vase ( fyrri myndin var byggð á fjórðu bókinni í seríunni )

crouching tiger

Aðalleikkona fyrri myndarinnar Michelle Yeoh mun mæta aftur í þá nýju, í hlutverki hinnar sverðasveiflandi Yu Shu Lien, ásamt bardagalistameistaranum Donnie Yen í hlutverki Silent Wolf.

Ang Lee mun ekki leikstýra nýju myndinni, en Lee hefur leikstýrt hverri stórmyndinni á fætur annarri eftir að hann gerði Crouching Tiger; Hulk, Brokeback Mountain og Life of Pi þar á meðal, en fyrir hana fékk hann Óskarsverðlaunin.

Bardagahönnuðurinn Yuen Wo Ping, sem vann einnig við Matrix myndirnar, mun leikstýra myndinni.

Framleiðandinn Harvey Weinstein er bjartsýnn á Ping í leikstjórastólnum: „Hann er fyrsta flokks leikstjóri og bardagahöfundur, og ég er spenntur að vinna með honum í eitt skiptið enn. John Fusco hefur gert frábært handrit og draumaparið Donnie Yen og Michelle Yeoh er í góðu formi,“ sagði Weinstein, en samkvæmt Empire er Shu Lien gerð að aðalpersónu í kvikmyndagerð hans.

„Myndin kynnir til sögunnar nýja kynslóð elskenda, nýja hópa fjandmanna í baráttu góðs og ills,“ sagði Fusco þegar tilkynnt var um gerð framhaldsins.

Hann segir að í bókunum séu hliðstæðir veruleikar, bardagaskógur sem á sér tilveru til hliðar við raunheiminn, sem er fullur af sverðasveiflandi bardagamönnum, lækningamönnum, prestum sem eru búnir að missa hempuna, skáldum, særingamönnum og Shaolin svikurum.