Crank 2 á leiðinni

Þar sem Crank gekk svo vel í bíó fyrir 2 árum síðan þá hefur verið ákveðið að skella framhaldsmynd í bígerð, sem ber frumlega nafnið Crank 2: High Voltage. Leikarar eru ennþá að hugsa sinn gang en ljóst er að Jason Statham og Amy Smart munu mæta aftur í hlutverkin sín!

Clifton Collins Jr. mun leika erkióvin Jason og Bai Ling, Dwight Yoakam og Efren Ramirez hafa einnig tekið að sér hlutverk í myndinni.

í Crank 2 mun Jason mæta glæpamanni sem hefur stolið hjartanu hans og komið í staðinn með gangráð sem þarf fjölmörg rafmagnsskot til þess að haldast gangandi.

Tökur hefjast 28.apríl í Los Angeles og Brian Taylor og Mark Neveldine skrifuðu handritið og munu einnig leikstýra myndinni. Myndin kemur út á næsta ári.