Sean Connery hefur ákveðið að taka ekki þátt í gerð næstu Indiana Jones myndinni, þeirri fjórðu í röðinni. Connery, sem er orðinn 76 ára, á víst að hafa gefið þá ástæðu fyrir ákvörðuninni að það sé hreinlega of skemmtilegt að vera sestur í helgan stein.
Harrison Ford ætlar að munda svipuna á ný sem hinn ævintýraþyrsti Indiana Jones og honum til liðsinnis verða Cate Blanchett, John Hurt og Ray Winstone.
Connery býr yfir mikilli reynslu eftir sinn langa leikferil og í tilkynningu hans um að hann ætli ekki að snúa aftur til leiks má finna ráðleggingar til Ford um að krefjast þess að skordýrin séu stafræn, klettabjörgin séu lág og að hafa svipuna ávallt á sér ef hann skyldi þurfa að flýja þann sem skipuleggur áhættuatriðin.

