Common þorpari John Wick 2

commonHinn harðsoðni leigumorðingi John Wick í túlkun Keanu Reeves, mun mæta á svæðið á ný í framhaldsmyndinni John Wick 2. Nú er það ekki rússneska mafían sem gerir honum lífið leitt, heldur rapparinn Common, sem hefur verið ráðinn aðalþorpari myndarinar.

John Wick sló í gegn í fyrra, og margir bíða því spenntir eftir framhaldinu. Ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar, en hlutverki Common er lýst, samkvæmt Entertainement Weeekly, sem „aðalþorpari myndarinnar, yfirmaður öryggismála hjá kvenkyns glæpaforingja.“

Þó að Common sé þekktastur fyrir rapptónlist, þá hefur hann verið að láta að sér kveða sem leikari, í myndum eins og verðlaunamyndinni Selma ( hann var einnig annar höfundur lags úr myndinni, Glory, sem hlaut Óskarsverðlaunin ), og spennumyndinni Run All Night. 

Tökur á John Wick 2 byrja nú í vikunni. Leikstjóri verður Chad Stahelski.