Collins úr felum fyrir Catching Fire

suzanne collinsSuzanne Collins, höfundur The Hunger Games bókanna, sem samnefndar kvikmyndir eru byggðar á, er ekki mikið fyrir sviðsljósið og gefur sjaldan færi á viðtölum. Hún gerði þó undantekningu á því nú í vikunni til að leggja sitt af mörkum til að kynna nýju myndina, The Hunger Games: Catching Fire, en Lionsgate framleiðslufyrirtækið stendur fyrir umfangsmikilli, og á margan hátt frumlegri markaðssetningu á myndinni.

Annars vegar er um að ræða hefðbundna herferð með plakötum, stiklum og stórum veggspjöldum, og hinsvegar er um að ræða herferð sem einblínir á persónur myndarinnar.

Caesar the hunger gamesMeðal þess sem var gert var að birta tískumyndir af fólki úr Capitol borginni í myndinni, auk auglýsinga og kynna ýmiss konar varning sem fæst í borginni, ofl.

„Ég er heilluð af því sem Tim Palen og markaðsfólkið hefur gert fyrir myndina,“ sagði Collins í samtali við Variety kvikmyndaritið.

„Það er hæfilega truflandi og ágengt, hvernig herferðin kynnir „Catching Fire“ en á sama tíma er kynnt hegningar-skemmtunin sem borgin stendur fyrir. Hin frábæra mynd af Katniss Everdeen [ aðalpersónunni sem leikin er af Jennifer Lawrence ] í brúðarkjól sem við notum til að selja bíómiða, er einmitt hlutur sem the Capitol myndi nota sjálf til að fá fólk til að horfa á the Quarter Quell ( nafn leiksins í “Catching Fire”). Þessi tvíþætta nálgun er mjög í takt við bækurnar.“

katniss everdeen the hunger