Cloverfield Nexus-sýning

Næstkomandi fimmtudag (17. janúar) munu kvikmyndaáhugamennirnir í Nexus halda sýna fyrstu forsýningu ársins. Og ekki af verri endanum. Um er að ræða Cloverfield. Framleiðendur myndarinnar hafa haldið svo mikillri leynd yfir þessari mynd að titillinn var ekki einusinni kunngerður fyrr en núna nýlega, en fyrir það var gekk hún einfaldlega undir nafninu 1-18-08, eða frumsýningardeginum í bandaríkjunum.


Sem þýðir að Neuxus-menn eru að sýna þessa mynd fyrir okkur degi áður en hún er frumsýnd vestanhafs, og átta dögum fyrir íslensku frumsýninguna. Og eins og á öllum Nexus-sýningum, þá er hún texta- og hlélaus. En fyrir þessi lúxus skilirði, sem maður fær ekki dags daglega á klakanum er borgað 1500 kr (ónúmeruð sæti).

Myndin er leikstýrð af Matt Reeves og framleidd af J.J. Abrams, en mér finnst best að segja ekki mikið meira um söguþráðinn, enda er best að það komi bara að óvart.

Miðasala er hafin í Nexus á Hverfisgötu.