Clooney sem Dillinger?

Smjörtarfurinn George Clooney mun framleiða með leikstjóranum Steven Soderbergh, og hugsanlega leika aðalhlutverkið í kvikmynd um ævi John Dillinger. Dillinger þessi er einn alræmdasti glæpamaður allra tíma og frá september 1933 fram í júlí 1934 þá myrti hann 10 menn, særði 7 aðra, rændi banka, rændi vopnabúr lögreglunnar, skipulagði 3 fangaflótta úr fangelsi ásamt því að gera af sér almennan óskunda. Leikstjórinn Kimberley Pierce ( Boys Don’t Cry ) hefur árum saman reynt að koma kvikmynd af stað um ævi Dillingers, en ekkert gengið. Nú þegar þessi stóru nöfn hafa sýnt áhuga, þá á hann í samningaviðræðum um að fá að leikstýra myndinni. Handrit myndarinnar er skrifað af hinum goðsagnakennda handritshöfundi David Mamet.