Clash Of The Titans endurgerð

Handritshöfundarnir John Glenn og Travis Wright hafa verið fengnir til þess að skrifa handritið að væntanlegri endurgerð á hinni sígildu ævintýramynd Clash Of The Titans. Þeir eru einnig að vinna í handriti endurgerðar að Journey To The Center Of The Earth og væntanlegri kvikmynd sem heitir Red World (sem skoffínið Jerry Bruckheimer stendur á bak við). Í þetta sinn mun Clash Of The Titans einblína aðeins á Perseus, son gríska guðsins Seifs, og munu guðirnir sjálfir ekkert koma við sögu. Perseus er að reyna að afhausa Medúsu og einnig stöðva hinn öfluga Kraken. Warner Bros. stendur á bak við þessa endurgerð.