Christian Brando, sonur stórleikarans Marlon Brando lést núna á laugardaginn aðeins 49 ára gamall. Hann lést snemma á laugardagsmorgunn að sögn David Seeley, lögfræðings Brando. „Þetta er sorglegur og erfiður tími í lífi Brando fjölskyldunnar“ sagði Seeley.
Brando var lagður inn á spítala 11.janúar síðastliðinn vegna lungnabólgu. Hann var í dái og í öndunarvél þegar hann dó.
Brandon átti erfiða æsku og foreldrar hans skildu þegar hann var aðeins 2 ára gamall og hófu forræðisdeilu sem endaði með sigri föður hans, Marlon Brando, þegar hann var 13 ára. Christian Brando var sá elsti í 11 barna hópi Marlon Brando (sum þeirra voru ættleidd). Þegar Christian var 20 ára gamall skaut hann og drap kærasta systur sinnar vegna þess að hún sagði að hann hefði beitt hana ofbeldi. Hann var ákærður til 10 ára í fangelsi, en eftir 6 ár losnaði hann vegna góðrar hegðunar. Systir hans framdi sjálfsmorð árið 1995.
Kona Christians kærði hann vegna ofbeldis árið 2005. Hann játaði glæpinn og var settur í 5 ára skilorðsbundið fangelsi, ásamt því að vera skikkaður í áfengis- og eiturlyfjameðferð. Það var sagt að hann hafi aldrei náð að komast úr skugga föður síns, Marlon Brandos og lést því langt fyrir aldur fram.

