Charlton Heston látinn

Bandaríska hetjan Charlton Heston er látinn, 83 ára að aldri(ekki 84 ára eins og mbl.is greinir frá). Hann þjáðist af alzheimersjúkdómnum. Hann birtist í yfir 100 myndum á 60 ára löngum ferli sínum, sem er hreint út sagt ótrúlegt.

Þegar Heston var greindur með alzheimer árið 2002 þá sagði hann „Ég gefst ekki eftir og alls ekki upp!“, en þessi setning þykir lýsandi fyrir hans karakter. Hann var byssuglaður og talinn vera hinn fullkomni kani af mörgum. Margir muna eflaust eftir setningunni „Þið getið tekið byssuna af mér úr köldum, dauðum höndum mínum“ sem hann sagði á N.R.A. fundi árið 2000.

Hann lék m.a. í The Ten Commandments, Ben Hur og upprunalegu Planet of the Apes myndinni. Hér eru nokkrar myndir sem fara í gegnum feril hans.