Carrey vinnur á ný með leikstjóra Ace Ventura

Jim Carrey mun leika Ricky Stanicky í samnefndri mynd eftir Steve Oedekerk. Carrey hefur áður unnið undir stjórn Oedekerk í gamanþáttunum In Living Color og framhaldssmyndinni Ace Ventura: When Nature Calls.

Söguþráðurinn fjallar um þrjá vini sem hafa búið til ímyndaðan vin til þess að kenna um fyrir heimskupör sín. Einn daginn heimta konur þeirra að hitta þennan vin sem þeir kalla Ricky Stanicky og bregða þeir á það ráð að ráða leikara til þess að leika Stanicky.

Carrey er þessa dagana að leika í The Incredible Burt Wonderstone en mun næst sjást á hvíta tjaldinu í Kick Ass 2.