Carnahan hættir við M:I-3

Síðan í febrúar 2003 hafði leikstjórinn Joe Carnahan (sem gerði hina rafmögnuðu Narc) verið áætlaður um að taka við stjórnvöllinn á þriðju Mission: Impossible myndinni. Því miður er hann nú farinn frá því verkefni. Samkvæmt honum hætti hann vegna þess að sköpunarstíll hans þótti allt öðruvísi en gert ráð var fyrir áður (ef þið sáuð Narc þá fattið þið…). Tom Cruise hafði einmitt persónulega valið hann vegna dáun hans á fyrri mynd hans (sem hann framleiddi einnig), og þar sem Cruise er einn framleiðandinn lenti hann í þessum deilum við leikstjórann varðandi þessa ástæðu.
En tíminn fyrir að finna nýjan leikstjóra verður fulltakmarkaður. Sama hver verður valinn er myndin áætluð að hefja sínar tökur eftir h.u.b. mánuð í Berlín. Í kjölfar þessarar óvæntu breytingar hefur Paramount staðfest að frumsýningardagur myndarinnar seinki um einhverjar 7 vikur. Hins vegar liggur aðalforvitnin í niðurstöðu þessarar væntanlegu sumar-hasarmyndar. Fyrstu tvær myndirnar voru svo gífurlega ólíkar í stílfæringu (þ.e. sú fyrri var lágstemmdur þriller, en sú seinni var hávær, hröð hasarmynd).
Bíðum eflaust mjög spennt.