Gamanleikarinn Steve Carell er óþekkjanlegur í nýjasta hlutverki sínu í myndinni Foxcatcher, en þar leikur Carell hlutverk milljarðamæringsins John du Pont, erfingja hins þekkta duPont veldis, sem vingast við bræðurna og ólympísku glímukappana Mark, sem leikinn er af Channing Tatum, og David Schultz, sem leikinn er af Mark Ruffalo. Du Pont myrðir síðan David árið 1996.
Sjáðu myndina hér fyrir neðan:
Myndin er eftir Bennett Miller, sem gerði Moneyball.
Carell hefur hingað til verið þekktur fyrir að leika geðþekka menn í hinum ýmsu gamanmyndum og sjónvarpsþáttum.
„Ef ég segði að ég ætlaði að gera bíómynd um mann sem er geðsjúkur morðingi, þá er fullt af leikurum sem myndu örugglega koma strax upp í hugann sem mögulegir kandidatar,“ segir leikstjórinn. „Og Steve myndi ekki vera á þeim lista. Og það er gott. Af því að það er óvænt … John du Pont var persóna sem enginn hélt að gæti gert jafn hræðilegan hlut og hann gerði. Og ég vildi ekki ráða neinn í hlutverkið sem liti fyrirfram út fyrir að vera ógnandi á neinn hátt.“
Eins og sést á myndinni þá hefur líkamlegu atgervi Carell verið breytt nokkuð. Hann er með gervinef og er gerður eldri en hann er í raun. Miller hefur sagt í viðtölum að áhorfendur hafi margir ekki þekkt hann á prufusýningum á myndinni.
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 20. desember nk.