James Cameron, leikstjóri fyrstu tveggja Terminator myndanna, segir að nýja myndin sem frumsýnd verður nú í sumar, hafi blásið nýju lílfi í seríuna, og fólk ætti að horfa framhjá þriðju og fjórðu myndinni – þær séu ekki hluti af Terminator seríunni.
Þar með hefur leikstjórinn gefið myndinni samþykki sitt, um áratug eftir að hann sagði að þessi tímaferðalagstryllir hefði átt að syngja sitt síðasta eftir tvær fyrstu myndirnar.
Cameron kynnti vélmennið T-800 í túlkun Arnold Schwarzenegger upphaflega til sögunnar árið 1984 í fyrstu myndinni The Terminator, og sneri svo aftur þremur árum síðar með Terminator 2: Judgement Day, en þá var Arnold orðinn stórstjarna í Hollywood.
Eins og frægt er orðið sagði Cameron að hann hafi sagt söguna alla í tveimur myndum, sem endaði með því að John og Sarah Connor voru komin í lið með T-800, til að koma í veg fyrir heimsendi af völdum vélmennanna.
Í samtali við Yahoo! Movies segist Cameron hinsvegar vera tilbúinn að skipta nú um skoðun eftir að hafa séð Terminator Genisys.
„Mér finnst serían hafa fengið nýtt líf, eins og þetta sé eindurreisn,“ sagði Avatar leikstjórinn. „Nýja myndin, sem fyrir mér er þá þriðja myndin [ í seríunni ], þá sérðu [ Arnold Schwarzenegger] þróa persónuna lengra áfram.
„Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast. Ég átti enga aðkomu að þessari mynd,“ bætti hann við. „Ef þú elskar Terminator myndirnar, þá áttu eftir að elska þessa.“
Leikstjórinn hefur sagt að Terminator 3: Rise of the Machines frá 2003 og Terminator Salvation frá 2009, ættu ekki skilið að vera hluti af seríunni.
Nýja myndin gerist árið 2029. John Connor, leiðtogi uppreisnarmanna, heldur áfram í stríði við vélmennin. Hann óttast framtíðina þegarTECOM njósnarar segja honum frá nýrri áætlun SkyNet sem gerir ráð fyrir árásum úr báðum áttum, úr fortíð og framtíð, sem mun breyta hernaðinum til framtíðar.
Connor bregst við með því að senda lykilmann sinn aftur í tímann til að bjarga móður sinni frá tortímendum, og tryggja eigin framtíð. En þegar Reese kemur til fortíðarinnar, þá kemst hann að því að Sarah er ekki lengur sú sama saklausa fórnarlamb og við kynntumst henni í upprunalegu myndinni.
Nú er spurning hvort að orð Cameron eigi eftir að hjálpa myndinni í miðasölunni, eða ekki…
Leikstjóri er Alan Taylor. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 1. júlí.