Cage og Dafoe fremja hinn fullkomna glæp

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd American Gigalo og Cat People leikstjórans Paul Schrader er komin út, en í myndinni, Dog Eat Dog, vinnur hann á ný með Óskarsverðlaunahafanum Nicholas Cage, en þeir gerðu síðast saman myndina Dying of the Light.

Auk Cage, sem leikur Troy, þá er annar stórmeistari í aðalhlutverki í myndinni, Willem Dafoe, sem leikur hlutverk Mad Dog.

Þeir félagar, ásamt Christopher Matthew Cook, eru allir nýsloppnir úr fangelsi og ætla sér nú að halda sig réttu megin laganna,  lifa friðsælu lífi í úthverfinu, þrátt fyrir að hata kerfið, og vera hundeltir af allskonar fortíðardjöflum.

Svo fer að þeir ákveða að fremja hinn fullkomna glæp ( en ekki hvað ), en auðvitað fer allt í klessu, með tilheyrandi ofbeldi og blóðsúthellingum – og húmor – ef eitthvað mark er takandi á stiklunni.

Dog-Eat-Dog-3-620x306

Aðrir helstu leikarar eru Louisa Krause og leikstjórinn sjálfur, Paul Schrader. Myndin er ekki enn komin með dreifingarsamning í Bandaríkjunum, og því er frumsýningardagur á huldu.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

plakat