Cage í grjótið fyrir rifrildi og fyllerí

Kvikmyndaleikarinn Nicolas Cage var handtekinn eftir fyllerí í franska hluta New Orleans borgar um helgina, þar sem hann reifst úti á götu við eiginkonu sína yfir því hvort að ákveðið hús sem þau voru stödd fyrir framan, væri þeirra, eða ekki, að sögn lögreglunnar í borginni.

Parið var statt fyrir framan hús sem Cage hélt staðfastlega fram að þau væru að leigja, sagði lögreglan. Þegar hún sagði að húsið væri þeirra, þá greip Cage í hönd eiginkonunnar, samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar.

Í þeim töluðu orðum byrjaði að Cage að sparka í nærstædd ökutæki og reyndi að komast í leigubíl. Lögregluþjónn sá að Cage var drukkinn og sagði honum að koma út úr leigubílnum. Cage byrjaði þá að öskra á lögregluna.

Leikarinn hefur nú verið kærður fyrir heimilisofbeldi, hávaða og truflun á almannafæri og ölvun á almannafæri. Honum var sleppt á laugardaginn gegn 11 þúsund dala tryggingu.

Cage er reglulegur gestur í New Orleans, en hann á þar húsnæði og tekur upp myndir. Hann hefur einnig átt í fjárhagserfiðleikum, þrátt fyrir að vera ein hæstlaunaðasta kvikmyndastjarna í Hollywood.

Hann skuldaði skatta og hann hefur þurft að selja þónokkuð af eignum sínum til að borga skuldir. Hann fór í mál við fyrrum umboðsmann sinn í október 2009 og krafði hann um 20 milljón Bandaríkjadali, og sakaði hann um að hafa gefið sér slæma ráðgjöf sem leiddi til fjárhagslegrar glötunar.

Cage vann Óskarsverðlaunin árið 1995 fyrir myndina Leaving Las Vegas.

Stikk: