Nicholas Cage mun framleiða, og líklega leika aðalhlutverkið í vísindaskáldskapnum Back Up. Fjallar hún um löggu eina sem lífgaður er við eftir að hafa verið látinn í þrjá mánuði. Hann hefur strax vinnu við að reyna að komast að því hver myrti hann, og komast að því hvað gerðist, því það vantar heilu kaflana í minni hans. Myndinni hefur verið lýst sem eins konar bræðingi af Face/Off og Memento. Cage framleiðir myndina í gegnum Saturn Films framleiðslufyrirtæki hans.

