Reese Witherspoon er sögð vera að undirbúa kvikmynd um uppruna dúkkunnar Barbie. Myndin fjallar ekki um dúkkuna á yngri árum, heldur ævi Ruth Handler sem er konan á bak við Barbie.
Samkvæmt Tracking Board hefur Reese tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Robin Gerber, Barbie and Ruth, sem fjallar um leið Handler til frægðar og frama.
Hún ákvað að búa til Barbie eftir að hafa séð dóttur sína leika sér með pappírsdúkkur. Handler vildi að dóttur sín gæti eignast leikfang sem hægt væri að klæða í föt.
Ásamt eiginmanni sínum bjuggu þau til þessa heimsfrægu dúkku.
Reese mun framleiða myndina ásamt framleiðslufélaga sínum Bruna Papandrea. Síðasta myndin sem þær framleiddu var Gone Girl, sem kom út í fyrra.